Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flughótel: Nýr veitingastaður, nýtt eldhús og ný herbergisálma
Laugardagur 26. júlí 2008 kl. 12:38

Flughótel: Nýr veitingastaður, nýtt eldhús og ný herbergisálma

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flughótel  í Reykjanesbæ varð 20 ára í júní 2008. Hótelið hefur gengið í gegnum stórtæka endurnýjun, sem lauk nú í sumar. Það sem ekki er nýtt hefur verið endurbætt.

Flughótel er 4 stjörnu hótel með 60 herbergi, 39 standard herbergi 18 ný deluxe herbergi og 3 junior svítur. Mörg listaverk prýða hótelið gestum og gangandi til ánægju. Þar má nefna verk eftir gömlu meistarana Erling Jónsson, Jóhannes Kjarval og Sigurbjörn Jónsson. Af yngri listmálurum má nefna Rakel Steinþórsdóttur, sem hefur málað töluvert af myndum sem prýða veggi Flughótels og hafa verk hennar vakið mikinn áhuga gesta hótelsins.

Ný álma með stórum og rúmgóðum herbergjum var tekin í notkun vorið 2007. Inná hverju herbergi er sófasett svo vel fari um hótelgesti. Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri Flughótels, er mjög ánægð með breytingarnar sem gerðar voru. Hún segir að vandað hafi verið til verka og hvergi til sparað við endurbætur á hótelinu.

Glerskáli var byggður við jarðhæð Flughótels og hýsir hann nú hluta af glæsilegum veitingastað hótelsins, Vocal Restaurant.


Vocal Restaurant á Flughótel
Veitingastaðurinn, Vocal Restaurant, er glæsilegasti veitingastaðurinn í Keflavík og þó víðar væri leitað. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja.
Við Vocal Restaurant er glæsilegur bar við arineld þar sem hægt er að njóta góðra drykkja bæði fyrir og eftir mat.
Vocal Restaurant tekur 120 manns í sæti. Hann mun vera opinn alla daga frá 05:00 til 22:00

Heimamenn ættu að fagna opnum veitingastaðarins Vocal Restaurant, þar sem nú þurfa þeir ekki að fara langan veg til þess að nóta góðra veitinga í fögru umhverfi.

Flughótel er vel í stakk sett til að taka á móti hópum til smærri sem stærri fundahalda.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 421 5222, veffang www.flughotel.is eða netfang [email protected]

Þeir sem fara framhjá Flughóteli sjá mikinn mun á aðkomu hótelsins. Þar er búið að koma fyrir borðum og stólum svo gestir geti setið utanhús með kaffibollann sinn á meðan litið er í blöðin.


Matreiðslumeistarar Vocal Restaurant eru Kristján Gunnarsson, yfirmatreiðslumeistari og Kjartan Erlingsson matreiðslumeistari. Kristján, segir að „yfir matseðlinum eigi að ríkja ferskleiki með áherslu á íslenskt hráefni“. Þar verður að finna rétti með suðrænu ívafi og framandi kryddum, ásamt klassískum réttum svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hann leggur áherslu á íslenskt hráefni en einnig verður meðal annars hægt að panta kengúrusteik. Kristján bjó og starfaði lengi í Ástralíu og lærði að meðhöndla kengúrukjöt þar. Kristján býr að tuttuga ára reynslu í faginu og hefur starfað víða um heim.

Veitingastaðurinn Vocal Restaurant er með stílhreinu en hlýlegu yfirbragði. Lögð er áhersla á metnaðarfullan matseðil, hágæða þjónustu og notalegt andrúmsloft. Vocal, nafnið á veitingastaðnum, þýðir röddun eða samhljómun. Að sögn Bergþóru á það nafn einkar vel við veitingastað sem er í hjarta bítlabæjarins.