Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flugeldasýningar í kvöld
Miðvikudagur 28. desember 2011 kl. 14:33

Flugeldasýningar í kvöld

Í kvöld fara fram flugeldasýningar á Suðurnesjum og flugeldasalan fór formlega af stað í dag. Því geta áhugasamir glaðst yfir því að sjá leiftrandi ljós á himni í kvöld og næstu dag.

Fjölskylduskemmtun verður hjá Björgunarsveitinni Suðurnes við björgunarsveitarhúsið að Holtsgötu í kvöld 28. des og byrjar hún klukkan 20:00. Hægt er að kíkja í kakóbolla og versla sér flugelda til styrktar björgunnarsveitana. Einnig var ákveðinn jólasveinn búinn að boða komu sína. Skemmtuninni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.

Hin árlega flugeldasala Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík opnar í dag miðvikudaginn 28. des. kl. 14:00 og verður opin til 22:00. Þá verður hin árlega flugeldasýning í kvöld kl. 20:00 til móts við Kvikuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frekari opnunartíma flugeldasölu í Grindavík má sjá hér.

Undanfarin ár hefur björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði selt flugelda í björgunarstöðinni og nú verður engin breyting á.

Verður opið sem hér segir:

Miðvikudagurinn 28. des 20:00 – 22:00
Fimmtudaginn 29. des 18:00 – 22:00
Föstudaginn 30. des 10:00 – 22:00
Gamlársdag 31. des 10:00 - 16:00