Flugeldasýning í Reykjanesbæ í kvöld
Björgunarsveitin Suðurnes heldur sína árlegu fjölskylduskemmtun í kvöld við björgunarstöðina á Holtsgötu 51. Skemmtunin hefst kl. 20 með því að tveir tónlistarmenn sjá um spilamennsku. Í framhaldi af tónlistaratriðum verður boðið upp á glæsilega flugeldasýningu sem er gert ráð fyrir að hefjist ca. 20:20.
Reykjanesbæingar eru hvattir til að mæta á Holtsgötuna á flugeldamarkað Björgunarsveitarinnar Suðurness og njóta góðrar skemmtunar um leið og flugeldakaupin fyrir áramótin eru gerð.
Meðfylgjandi myndband var tekið upp á síðustu sýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sem fram fór á Ljósanótt.