Flugeldasýning í Grindavík
Árleg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík var haldin sunnudagskvöldið 28. desember. Flugeldasýningin var í boði fyrirtækja og stofnana í Grindavík og fór fram í Bótinni, útivistarsvæði vestan Grindavíkur. Bæjarbúar fjölmenntu að venju og fylgdust með sýningunni, en skotið var upp í blíðskaparveðri og þótti takast mjög vel. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á sýningunni.
Myndina tók Birkir Agnarsson
Myndina tók Birkir Agnarsson