Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flugatvik á stríðsárunum á Miðnesi rædd á sagnastund á Garðskaga
P-47 Thunderbolt við Vogshól á Njarðvíkurheiði 8. júlí 1944. Latham flugmaður var í flugtaki á leið í eftirlitsflug á Faxaflóa. Í flugtakinu reyndist hreyfill vélarinnar ekki skila fullu afli og kviknaði í honum. Stuttu eftir flugtak stökk flugmaðurinn út í fallhlíf og kom niður heill á húfi. Flugvélin kom niður skammt frá Vogshól. Latham flugmaður lenti í svipuðu atviki þann 13. júní sama ár við Húsatóftir að því er segir á vefnum stridsminjar.is
Miðvikudagur 18. október 2023 kl. 10:07

Flugatvik á stríðsárunum á Miðnesi rædd á sagnastund á Garðskaga

Flugatvik á stríðsárunum á Miðnesi verða umræðuefni í sagnastund sem verður haldin á veitingahúsinu Röstinni á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga næstkomandi laugardag, 21. október, kl. 15:00.

Bræðurnir Ólafur og Þorsteinn Marteinssynir hafa um árabil safnað upplýsingum um flugatvik á stríðsárunum við Ísland. Líklega er söfnun þeirra sú nákvæmasta sem til er um það efni. Þeir stóðu, ásamt Bandaríkjamanninum Jim Lux, fyrir uppsetningu módels og minningarmarks um flugvélina „Hot stuff“ á Stapanum við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Þá hafa þeir haldið úti vefsíðu um þetta efni með myndum og texta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorsteinn kemur á sagna-stundina, sýnir myndefni og segir frá því sem á gekk við landið á stríðsárunum. Flugvélar voru orðnar kröftugar sem bardagatæki á þeim tíma. Flugvöllurinn í Miðnesheiðinni hafði stórt hlutverk á stríðstímanum.

Allir velkomnir á Garðskaga, ekkert aðgangsgjald. Veitingahúsið og byggðasafnið verða opin.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.