Flugan á Mamma mía
Hljómsveitin Flugan leikur á Mamma Mía í Sandgerði laugardagskvöldið 16.
nóvember. Húsið opnar kl. 23:00 og er 18 ára aldurstakmark. Flugan leikur blöndu af frumsömdu efni og lögum sem gott er að lyfta krús við. Í byrjun kvölds verður róleg og notarleg stemnning að hætti Flugunnar, en þegar líður á nýjan dag munu leikar æsast og fjörið vaxa.
Bæði þeir sem vilja skemmtilega tónlist og brjálað fjör fá örugglega eitthvað við sitt hæfi á Mamma Mía á laugardagskvöldið.
Flugan er skipuð fjórum misungum tónlistarmönnum sem hafa komið við í ýmsum
hljómsveitum og má t.d. nefna Konukvöl, Spútnik, Sjálfumglöðu riddarana, Klassart, Spíritus og Tommygun Preachers. Hljómsveitin hefur verið að vinna að upptökum í Geimsteini og er stefnt að útkomu plötunnar "Háaloftið" á fyrstu mánuðum nýs árs.
nóvember. Húsið opnar kl. 23:00 og er 18 ára aldurstakmark. Flugan leikur blöndu af frumsömdu efni og lögum sem gott er að lyfta krús við. Í byrjun kvölds verður róleg og notarleg stemnning að hætti Flugunnar, en þegar líður á nýjan dag munu leikar æsast og fjörið vaxa.
Bæði þeir sem vilja skemmtilega tónlist og brjálað fjör fá örugglega eitthvað við sitt hæfi á Mamma Mía á laugardagskvöldið.
Flugan er skipuð fjórum misungum tónlistarmönnum sem hafa komið við í ýmsum
hljómsveitum og má t.d. nefna Konukvöl, Spútnik, Sjálfumglöðu riddarana, Klassart, Spíritus og Tommygun Preachers. Hljómsveitin hefur verið að vinna að upptökum í Geimsteini og er stefnt að útkomu plötunnar "Háaloftið" á fyrstu mánuðum nýs árs.