Mánudagur 1. september 2008 kl. 15:50
Flug- og sögusetur Reykjaness: Þættir úr sögu varnarliðs og Keflavíkurflugvallar
Flug- og sögusetur Reykjaness sýnir þætti úr sögu varnarliðs og Keflavíkurflugvallar í byggingu nr. 349, gömlu kirkjunni sem er beint á móti Officeraklúbbnum.
Sýningin verður opin frá kl. 14:00 – 18:00 laugardag og sunnudag. Hún verður einnig opin helgina 13. til 14. september á sama tíma.