Flottustu skreytingar Grindavíkur verðlaunaðar
Skreytinganefnd Sjóarans síkáta veitti í gærkvöldi viðurkenningar fyrir fallegar og skemmtilegar skreytingar í Grindavík í tilefni af Sjóaranum síkáta. Fjórar viðurkenningar voru veittar.
Best skreytta húsið í Grindavík er að þessu sinni að Vesturhópi 30.
Best skreytta gatan er Árnastígur, sem heitir Kolasund á meðan sjómannahátíðinni stendur.
Frumlegasta skreytingin er að Mánagötu 7.
Best skreytta hverfið í Grindavík er græna hverfið.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson