Flottir Hljómar í hljómgóðri Reykjaneshöll
Hljómar voru hreint út sagt frábærir á sviðinu í Reykjaneshöllinni í kvöld en þar voru haldnir fjölmennir tónleikar að aflokinni brennu og flugeldasýningu við Iðavelli.Miklar úrbætur hafa verið gerðar á hljómburði Reykjaneshallarinnar. Hljóðdeyfandi tjöld hafa verið sett í loft byggingarinnar og nú er húsið kjörið til tónleikahalds og enginn glymur í húsinu, sem hefur pirrað menn til þessa.
Hljómar voru fyrstir á svið í kvöld og héldu uppi klukkustundar löngu prógrammi sem var vel tekið af fólki á öllum aldri. Þá tóku við Jonni og félagar og kvöldinu lauk með tónleikum Rýmis.
Myndasyrpan er frá uppákomu Hljóma. Fleiri myndir frá þrettándagleðinni geta áhorfendur Kapalsjónvarps Víkurfrétta í Reykjanesbæ notið frá og með hádegi í dag, mánudag.
Hljómar voru fyrstir á svið í kvöld og héldu uppi klukkustundar löngu prógrammi sem var vel tekið af fólki á öllum aldri. Þá tóku við Jonni og félagar og kvöldinu lauk með tónleikum Rýmis.
Myndasyrpan er frá uppákomu Hljóma. Fleiri myndir frá þrettándagleðinni geta áhorfendur Kapalsjónvarps Víkurfrétta í Reykjanesbæ notið frá og með hádegi í dag, mánudag.