Flottir fulltrúar frá FS
FS-ingar sendu glæsilega fulltrúa til þess að taka þátt í fjölþjóðlegu lýðræðis- og leiðtogaverkefni sem leikur eftir þinghald með þátttakendum á framhaldsskólaaldri frá löndunum í kringum Eystrasalt og í Norður-Evrópu. Þau Birta Rún Benediktsdóttir, Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Páll Thorarensen voru þátttakendur í þessum áhugaverða viðburði í Sönderborg í Danmörku. FS hefur tekið þátt níu sinnum og hélt þingið árið 2013. Þau Birta, Júlíus og Vilhjálmur stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel.