Flótti úr lögreglunni
Á undanförnum mánuðum hefur mikið borið á fólksflótta úr lögreglunni í Keflavík. Sjö lögreglumenn hafa sagt upp störfum; tveir þeirra fundu fundu sér annan starfsvettvang, einn fór í lögregluna í Reykjavík en hinir fóru allir í lögregluna á Keflavíkurflugvelli. Tveir lögreglumenn til viðbótar munu hætta störfum á næstu vikum og fleiri hafa hugsað sér til hreyfings. Þetta er að sjálfsögðu mjög slæm þróun, en erfiðlega hefur gengið að ráða skólagengna lögreglumenn í stöðurnar sem losna. Flóttamannabúðir á „Vellinum“Jóhann Benediksson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði að embættin ættu í mjög góðu samstarfi og engin samkeppni ríkti þeirra á milli. „Þeirrar tilhneigingar hefur gætt í gegnum árin, að menn fari á milli embætta, þannig að þetta er ekkert nýtt“, segir Jóhann.Getum ekki brugðist við flóttanumKarl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Keflavík var spurður að því hvort embættið ætlaði sér að bregðast við þessum flótta lögreglumanna. Hann sagði að það væri lítið sem þeir gætu gert. „Ég tel að það sé reynt að gera starfið eins áhugavert og hægt er, en eflaust má gera betur í því efni. Menn hafa ýmsar ástæður fyrir því að hætta. Ein skýringin er þó augljós, það er uppsveifla í samfélaginu og þá gerist þetta alltaf að við missum menn í einkageirann og höfum við misst góða menn af þeim sökum“, segir Karl og bætir við að lögreglumenn í umdæminu fái að öllu jöfnu mjög krefjandi og fjölbreytt viðfangsefni sem geri þeim kleyft að öðlast mikla reynslu á skömmum tíma. „Ég tel að þess hafi þeir notið þegar þeir hafa sótt um yfirmannastöður annars staðar og fengið“, segir Karl. Álag á mannskapnumLögreglustarfinu fylgir álag og menn vinna á vöktum, nætur- og dagvöktum til skiptis, 12 klukkustundir í senn. Karl segir að margir hafi gefið þá skýringu að þeir hafi viljað hvíla sig aðeins, og þess vegna farið í önnur störf. „Þeir menn hafa flestir unnið í mörg ár á vöktum, en menn þola misjafnlega vel að vinna undir því álagi sem fylgir helgarnæturvöktunum í þessu umdæmi“, segir Karl.Fáir menntaðir lögreglumennAðspurður segir Karl að vel hafi gengið að ráða gott fólk í stöðurnar sem hafa losnað. „Við fengum tvo reynda og hæfa lögreglumenn sem störfuðu í lögreglunni Reykjavík og þá höfum fengið unga og efnilega lögreglumenn sem bíða þess að fara í lögregluskólann. Það háir starfseminni vissulega stundum hve stórt hlutfall af vaktgangandi lögregumönnum eru óskólagengnir. Sérstaklega á þetta við í sérhæfðum verkefnum sem við höfum verið að reynaað einbeita okkur að, eins og í forvarnamálum. Eins og staðan er í dag þá tel ég þó að lögregluliðið sé mjög virkt og gott. Við erum ennþá með sterkan kjarna reyndra lögreglumanna sem stýra þessum yngri og óreyndari“, segir Karl að lokum.