Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Flottasta fermingargjöfin lifir enn góðu lífi
Gunnhildur með foreldrum sínum á fermingardaginn, Guðlaugu Skúlasdóttur og Vilbergi Skúlasyni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 21. mars 2021 kl. 07:21

Flottasta fermingargjöfin lifir enn góðu lífi

„Ætli fermingarfötin hafi ekki verið það eina sem ég var ekki par ánægð með. Ég hafði farið með stelpunum í Kóda að kíkja á föt og valið þar mjög settlegan og fallegan svartan kjól. Mamma tók það ekki í mál,“ segir Gunnhildur Vilbergsdóttir en hún á góðar minningar frá fermingardeginum sem var 28. mars 1993 í Keflavík.

Gunnhildur segir að hún hafi þurft að beygja sig í fatavalinu fyrir fermingardaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Maður fermist ekki í svörtu einlitu,“ sagði mamma. Ekki nógu glaðlegt væntanlega. Hún endaði auðvitað á að velja á mig. Það var varla hægt að þekkja muninn á skyrtunni minni og rjómatertunni. Skúli bróðir fékk hana lánaða á grímuball seinna og vann til verðlauna,“ segir Gunnhildur.

Veislan var haldin á heimili fjölskyldunnar og Gunnhildur fékk gjöf sem lifir enn góðu lífi.  „Það var troðfullt hús af fjölskyldugestum og veisluborðið svignaði undan kræsingunum. Lambalæri og dýrindis meðlæti og kökuhlaðborð á eftir. Allt heimagert og vinkonur mömmu að hjálpa til í eldhúsinu. Æðislegur dagur í minningunni.

Ég fékk Sanyo hljómgræjur fyrir tíu geisladiska og með hnullungshátölurum. Langflottasta á sínum tíma og lifir enn góðu lífi í hesthúsinu.“

Gunnhildur við fermingargjöfina - Sanyo hljómgræjurnar sem nú eru í hesthúsinu, tæpum þrjátíu árum síðar.