Flott Jónsmessuganga
Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar fór fram í gærkvöldi í flottu veðri. Þátttaka var ágætt en um 160 manns mættu í gönguna í ár. Gangan tókst mjög vel og fín stemming í hópnum. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur leik nokkur lög á Þorbirni og hélt svo skemmtuninni áfram í Bláa Lóninu þar sem ánægðir göngugarpar nutu miðnætursólarinnar.
Fleiri myndir frá göngunni má sjá á Grindavík.is.