Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flott jólasýning hjá Sossu
Mánudagur 12. desember 2011 kl. 15:49

Flott jólasýning hjá Sossu

Myndlistarkonan Sossa var með árlega jólasýningu í vinnustofu sinni í Keflavík um síðustu helgi. Þar sýndi hún nýjar myndir en Sossa hefur verið með jólasýningu mörg undanfarin ár. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá myndalistarkonunni en hún hefur einnig haft vinnustofu í Kaupmannahöfn. Hún sýndi m.a. á menningarnótt í Kaupmannahöfn sl. haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónlistarmaðurinn og söngvarinn Svavar Knútur tók lagið á sýningunni hjá Sossu og gerði það lista vel. Fjöldi Suðurnesjamanna heimsóttu Sossu um helgina og ljósmyndari VF var einn þeirra og tók þessar myndir við það tækifæri.

Það var ljúf jólastemmning á sýningu Sossu um síðustu helgi.

Brosmildir Suðurnesjamenn, Sveindís og mæðginin og Rúnar og Hjördís.

Getum við ekki sagt að þetta sé útilistaverk hjá Sossu. Alla vega eina myndin sem var utandyra.

VF-myndir/Páll Ketilsson.