Flott handverk í Garði
Félagsstarf Garðbúa sem eru 60 ára og eldri og öryrkjar fer fram í Auðarstofu að Gerðavegi 1 í Garði. Í gær var haldin handavinnusýning í Auðarstofu þar sem sýndur var afrakstur af starfinu frá því í haust.
Það er ljóst að mikið handverksfólk býr í Garðinum og það sýndi sig svo sannarlega í handverkinu sem var til sýnis í gær.
Félagsstarfið er opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-16 og eru allir 60 ára og eldri, ásamt öryrkjum, velkomnir.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á sýningunni í gær.