Flott flugeldasýning björgunarsveitarinnar
Björgunarsveitin Suðurnes var með árlega flugeldasýningu sína í Grænáshlíðum við björgunarstöðina að Holtsgötu 51 nú í vikunni. Sýningin var glæsileg að vanda eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Björgunarsveitin treystir á flugeldasölu fyrir áramótin en sala flugelda er helsta fjáröflun sveitarinnar.