Flott dagskrá á Sjómannadegi í Grindavík
Þá er Sjómannadagurinn runninn upp á fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta í tilefni dagsins. Sjómennamessa er kl. 13 og svo hátíðarhöld við höfnina og svo stórtónleikár í íþróttahúsinu í kvöld, svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin er eftirfarandi:
Sunnudagur 5. júní:
08:00 - 22:00 Söguratleikur Grindavíkur 2011.
10:00 - 17:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur
10:00 Hressingarganga á Þorbjörn. Lagt af stað frá sundlauginni. Umsjón: UMFG.
10:00 - 18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík til sýnis við Kvikuna.
11:00 - 12:00 Dorgveiðikeppni fyrir 16 ára og yngri. Fer fram á Miðgarði fyrir framan Ísfélagið. Skráning á staðnum. Foreldrar/forráðamenn fylgi yngri börnum. Veitt verða verðlaun fyrir mesta aflann, þyngsta fiskinn og ljótasta fiskinn. Keppnin er tvískipt; 12 ára og yngri annars vegar og hins vegar 13 - 16 ára.
11:00 - 16:00 Stakkavík, Bakkalág 15b. Sýnd verður heimildamynd um línuveiðar á Þórkötlu GK 7. Sjá nánar í dagskrá verslunar og þjónustu.
12:00-20:00 Gókartbílar við Fiskmarkaðinn. Aðgangseyrir. 13:00 Sjómannamessa í Grindavíkurkirkju. Ræðumaður er Birgir Hermannsson sjómaður.
Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Sigurður Jónsson og Fanney Pétursdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir dóttir þeirra ber kransinn niður að minnisvarðanum Von sem reistur er til minningar um drukknaða og týnda sjómenn. Kór Grindavíkurkirkju syngur undir stjórn. Prestur er sr. Elínborg Gísladóttir.
13:00 - 18:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu. Aðgangseyrir.
13:00 - Sterkasti maður á Íslandi. Dekkjakast og bóndaganga/uxaganga.
13:00 - 17:00 Handverksmarkaður. Staðsettur við Kvikuna.
14:00 - 17:00 Hoppukastali frá Landsbankanum verður staðsettur við Kvikuna. Sproti verður á svæðinu milli kl. 15:00 og 16:00.
14:00 - 18:00 Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu í húsakynnum Vísis.
14:15 Hátíðarhöld við höfnina í tilefni Sjómannadagsins. Ávarp. Heiðursviðurkenningar og verðlaunaafhending fyrir kappróður.
13:00 - 17:00 Veltibíll Sjóvá í Hafnargötunni.
13:00 - 17:00 Sprell leiktæki á Hafnarsvæðinu.
13:00 - 17:00 Hundasýning á túninu fyrir ofan Hárhornið.
13:00 - 17:00 Sýning á Hobby og Burstner hjólhýsum frá Víkurverk. Staðsett á Hafnargötu.
14:00 - 16:00 Götukörfubolti við Hópsskóla í umsjón Körfuknattleiksdeildar UMFG. Ætlað stelpum og strákum 10 - 16 ára. Þrír saman í liði. Skráning á staðnum frá kl. 13:30.
14:00 - 17:00 Úti-vatnsrennibraut fyrir ofan slökkvistöðina.
14:30 Skemmtun fyrir eldri borgara á Víðihlíð. Regína Ósk.
14:30 - 16:30 Hestateyming við Kvikuna.Börnum gefst tækifæri til að fara á hestbak.
15:15 Koddaslagur, kararóður og flekahlaup við höfnina.
15:00 - 17:00 Dagskrá á hátíðarsviði.
o Íþróttaálfurinn og Solla stirða (15:00)
o Sterkasti maður á Íslandi
- Drumbalyfta (15:30)
o Björgvin Franz og félagar úr Stundinni okkar (15:50)
o Sterkasti maður á Íslandi- Atlas steinatök (16:20)
o Dansatriði frá DansKompaní Reykjanesbæ. (16:50)
15:00 - 17:00 Kaffisala Kvenfélags Grindavíkur. Grunnskóli Grindavíkur.
15:00 Bryggjan. Kristinn Árnason, einn fremsti klassíski gítarleikari landsins, með tónleika.
15:30 Ingó töframaður sýnir listir sýnar á Hafnargötunni. Verður fyrir framan Aþenu og Mamma Mia.
16:00 Fjöllistamaðurinn Jay Gilligan frá Bandaríkunum, meðlimur í Sirkusnum Shoeboxtour
sýnir listir sínar í Kvikunni. Jay erfjöllistamaður á heimsmælikvarða og hefur sýnt listir sínar um allan heim. Sýningin er ætluð öllum aldri.
16:00 - 17:00 Grindjánar bifhjólaklúbbur við Fiskmarkaðinn. Krakkakeyrsla. Börn fá að sitja aftan á bifhjólum og fara hring. Mömmur fá að fara rúnt á eftir.
16:00 Kanturinn - keppni í sjómann, þrír aldursflokkar. Sjá nánar í dagskrá verslunar- og þjónustuaðila.
16:30 - 18:00 Sjópulsan á ferð um höfnina. Tvenns konar ferðir; Ferð ofurhugans 13 ára og eldri - Ferð með yngri um höfnina.
17:15 Knattspyrnumót hverfanna.
Knattspyrnumót á Grindavíkurvelli á milli hverfanna fjögurra í Grindavík. Keppt er á hálfum velli, 10 í liði, 2x6 mínútur.
20:00-22:00 Sjómannastofan Vör: Þriggja rétta hlaðborð. ÁrniJohnsen kynnir nýjan disk með 40 sjómannalögum sem er að koma út á tvöföldum geisladiski (sjá í dagskrá verslunar- og þjónustuaðila).
20:30 Tónleikar í íþróttahúsinu - Guðrún Gunnarsdóttir - Óður til Ellýjar. Þann 28.desember síðastliðinn hefði söngkonan Ellý Vilhjálms orðið 75 ára. Af því tilefni hefur söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir ákveðið að heiðrað minningu Ellýjar með tónleikum, bæði í Salnum í Kópavogi sem og í Hofi, Akureyri. Guðrún gaf út plötu árið 2003 með upptöku af tónleikunum „Óður til Ellýjar" og hlaut sú útgáfa Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta platan í flokknum „Ýmis tónlist" það árið. Það gefst því einstakt tækifæri í Grindavík á sjómannadeginum 5. júní að heyra lögin hennar Ellýjar flutt af Guðrúnu Gunnars, Agnari Má Magnússyni, Sigurði Flosasyni, Birgi Bragasyni og Hannesi Friðbjarnarsyni. Sérstakur gestur á tónleikunum er heiðursmaðurinn Ragnar Bjarnason.
Miðaverð aðeins 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við innganginn. Forsala miða fer fram í Kvikunni á opnunartíma hússins milli kl. 10:00 - 17:00. Sími: 420-1190.