Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flökkuæðar í Listasafninu
Fimmtudagur 27. ágúst 2009 kl. 16:14

Flökkuæðar í Listasafninu


Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í ár heitir  „Flökkuæðar - Loftfar / Vessels”. Þar mun listakonan Inga Þórey Jóhannsdóttir sýna verk sín. Sýningin opnar föstudaginn 4. september kl. 18.

Farangur og farartæki er helsti efniviður Ingu Þóreyjar sem í verkum sínum leitar að svæðinu milli svefns og vöku, þess augljósa og þess sem er óaðgengilegt.  Sýningin samanstendur af þrívíðum málverkum, máluðum skúlptúrum, hljóð- og ljósaverki sem stillt er upp þannig að úr verður nokkurs konar umferðarmiðstöð.

Sýningin stendur til 18.október og er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.  Opið virka daga frá kl. 11.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00 - 17.00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024