Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flóðabílum skipað upp - kviknaði í einum
Flóðabílum skipað upp í Keflavíkurhöfn. VF-mynd/Valdimar Valsson.
Sunnudagur 31. janúar 2021 kl. 07:28

Flóðabílum skipað upp - kviknaði í einum

Þriðja sendingin sem þeir félagar í HAG-PORT fá af flóðabílunum margumræddu, kom til Keflavíkur í gærmorgun með sérstakri bílferju. Var hér um að ræða 162 bíla sem komu frá Amsterdam. 97 þeirra eru af Daihatsu-gerð og 65 af Mazda-gerð. Að sögn Margeirs Margeirssonar hafa þegar verið pantaðir bílar úr þessari sendingu. - Á myndinni til hægri sést skipið sem flutti bílana hingað, en á hinni er verið að skipa bílum upp úr skipinu.

Um miðjan dag á fimmtudag í síðustu viku varð íbúi við Hamragarð var við að eldur var kominn upp í óskráðum Subaru-bíl, sem stóð í innkeyrslunni hjá einum félaganna sem flytja inn hina svonefndu flóðabíla. Var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þegar tilkynnt um eldinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af þessu hlaust mjög mikill reykur sem lagði yfir Garðahverfi og Heiðarbyggð í Keflavík. Eldurinn var í vélarrúmi bifreiðarinnar, sem trúlega er ónýt, bæði af völdum eldsins og reyks, sem fyllti bifreiðina.

Frá slökkvistarfinu í Hamragarðinum í Keflavik. Ljósm.: epj.

VF.is birtir eldra efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli. Meðfylgjandi grein birtist 10 og 17. mars 1988.