Flóamarkaður í Garðinum á morgun
Nokkrar framtakssamar konur í Garðinum hafa lagt undir sig samkomuhúsið við Gerðaveg í Garði og ætla að halda flóamarkað á morgun, laugardag.
Á markaðnum verður allt milli himins og jarðar, allt frá fingurbjörgum og upp í bíla, ef því er að skipta.
Markaðurinn verður opinn frá kl. 12-17 og hægt að gera góð kaup.