Flóamarkaður á Flughóteli og jólatónleikar í Hljómahöll
Jólafjörið er hafið og fjöldi viðburða á næstunni. Á morgun fimmtudag verður flóamarkaður á Icelandair hótelinu (Flughótel) í Keflavík kl. 17-20. Þar munu Oddfellowkonur bjóða upp á sápur, sörur og ýmsan varning til sölu.
Um kvöldið verða tónleikar í Hljómahöll þar sem Sönghópur Suðurnesja stígur á stokk undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, hins eina sanna.