Flik Flak Sirkus í Reykjanesbæ
Barna- og unglinga sirkusinn Flik Flak var með sýningu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut á mánudag. Þetta er stærsti sirkus þessarar tegundar í Danmörku og var hér á landi á vegum barna- og æskulýðsstarfs Lágafellskirkju. Var þetta síðasta sýning flokksins á ferð sinni um landið og voru gestir sem bergnumdir af kúnstum krakkanna í Flik Flak og skemmtu sér mjög vel.
Myndband frá sýningunni má sjá á VefTV Víkurfrétta hér til hliðar eða með því að smella hér
Vf-myndir/Þorgils