Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FLE og Listasafn Reykjanesbæjar í samstarf
Sunnudagur 18. júní 2006 kl. 02:04

FLE og Listasafn Reykjanesbæjar í samstarf

Flugstöð Leifs Eiríkssonar bættist, fyrir helgi, í hóp velunnara Listasafns Reykjanesbæjar, en Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri FLE og Árni Sigfússon, bæjarstjóri, undirrituðu þá samstarfssamning milli aðilanna.

Samningurinn, sem er til eins árs, felur í sér beinan fjárhagslegan styrk Flugstöðvarinnar til handa safninu að upphæð 750.000. Auk þess er þar kveðið á um að Listasafnið láni FLE verk úr sinni eigu sem prýði salarkynni Flugstöðvarinnar, en einnig fara þangað önnur verk úr sýningum safnsins.

Tilgangurinn með þessu framtaki er að kynna íslenska myndlist, og ekki síður að kynna Listasafnið, sem hefur verið í miklum vexti undanfarin misseri.

Þetta er fyrsti samningur Flugstöðvarinnar af þessari gerð, en um leið og hinum miklu umbótum á húsnæði hennar er lokið fara verkin upp. FLE bætist því í hóp annarra sterkra fyrirtækja af svæðinu sem hafa látið málefni Listasafnsins sig varða og sýnt stuðning sinn í verki.

Samningurinn var gerður á formlegri opnun sýningarinnar Tíminn Tvinnaður, eða „The Knitting of Time“, sem er lýsandi fyrir uppgang safnsins og er fjórða alþjóðlega sýning þess.

 

Smelltu hér til að sjá myndasafn frá opnuninni og undirritun samninganna.


VF-mynd/Þorgils: Árni og Höskuldur undirrita samninginn, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, og Hulda Sigríður Stefánsdóttir frá Markaðsdeild FLE, vottuðu samninginn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024