Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flautu og gítartónleikar í DUUS-húsum
Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 13:22

Flautu og gítartónleikar í DUUS-húsum

Flautu og gítartónleikar verða haldnir fimmtudagskvöldið 4. mars kl. 20:00 í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus-húsum.  Þar koma fram Dagný Marinósdóttir flautuleikari og Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari.  Á efnisskrá eru verk eftir  Bartók,  Fauré,  Albeniz,  Ibert, Barrios, Pujol auk þess sem frumflutt verður verk eftir Suðurnesjamanninn Eirík Árna Sigtryggsson.
Dagný Marinósdóttir útskrifaðist vorið 2002 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með blásarakennara og burtfararpróf í flautuleik.  Aðalkennarar hennar þar voru Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir.  Dagný hefur sótt fjölda námskeiða og einkatíma erlendis m.a. hjá William Bennett, Peter Lloyd, Wissam Boustany og Toke Lund Christiansen.  Dagný hefur komið fram á ýmsum tónleikum innanlands sem utan.
Þorvaldur Már hóf nám í klassískum gítarleik hjá Leifi Vilhelm Baldurssyni í ársbyrjun 1989.  Hann lauk 6. stigi í í gítarleik frá Tónlistarskóla Húsavíkur vorið 1994. Haustið 1996 hóf hann nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og var hans aðalkennari þar Símon H. Ívarsson. Þaðan lauk Þorvaldur 8. stigi og kennaraprófi vorið 2000. Veturinn 2000-2001 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik í Barcelona hjá Arnaldi Arnarsyni og einnig stundaði hann nám í flamenco gítarleik hjá Manuel Granados. Þorvaldur hefur einnig sótt ýmis masterklass námskeið t.d. hjá David Russel, Göran Sölsher og Manuel Barrueco.
Dagný og Þorvaldur Már starfa bæði sem tónlistarkennarar m.a. við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024