Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Flateyri eitthvað lítið krummaskuð úti á landi
Fimmtudagur 13. mars 2003 kl. 13:37

Flateyri eitthvað lítið krummaskuð úti á landi

-formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla í yfirheyrslu VF-Sautján

Nafn: Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir
Aldur: 16 ára
Uppáhaldstala: 13 og 7

Stjörnumerki: vatnsberi.

Er mikið að gera sem formaður nemendafélagsins? Nei ekki get ég nú sagt það.... eða ekkert meira en að vera í nemendaráði.Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu í Njarðvíkurskóla? Ýmislegt s.s diskó fyrir yngri krakkana, fitness mótið, spurninga keppnin gettu ennþá betur þar sem VIÐ unnum...:)

Hvað er á döfinni? Bingó, lærdómsmaraþon hjá 10.bekk og stuttmynda samkeppni.

Ræða jafnaldrar þínir hugsanlegt stríð í Írak? Nei, voða lítið.

Hver eru þín helstu áhugamál? Að leika og syngja og svo bara að vera í góðra vina hópi.

Uppáhaldshljómsveit? Engin ákveðin..

Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar? Er nú voða lítið á netinu en ætli það sé þá ekki helst djammari.is.

Fallegasti einstaklingur sem þú hefur séð? Váá, þeir eru svo margir, ef það væri einhver einn þá væri það örugglega bara gaurinn í Made in USA.

Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur - hvar myndirðu vilja vera? Vááá, örugglega bara baksviðs á stóra sviðinu í Hollywood, rétt fyrir einhverja stóra frumsýningu.

Hvaða vídeóspólu sástu síðast? Englar alheimsins.

Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Stellu í framboði.

Veistu hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stærri? Bara eitthvað í sambandi við mannleg samskipti, kannski ummönnun eða eitthvað svoleiðis og svo vonandi leikkona.

Ef að þú ættir að eyða fimm hundruð kalli, hvað myndirðu kaupa þér? Ætli það yrði ekki inneign.

Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:
- Wham: haaaaa, hvað er nú það...?
- Flateyri: eitthvað lítið krummaskuð úti á landi.
- J-Lo: klikkað flott kona.
- Diet kók: Helgu braga auglýsingin um bara 1 kalóríu.
- vf.is: fréttasíða.

Hvernig heldurðu að heimurinn verði árið 2222? ábyggilega engin eða mjög lítil mannleg samskipti milli fólks, allt orðið í gegnum þessar tölvur.. en vonandi verður heimurinn orðin eitthvað betri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024