Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Flags of our Fathers frumsýnd 20. október
Sunnudagur 13. ágúst 2006 kl. 01:26

Flags of our Fathers frumsýnd 20. október

Bíóútstilling fyrir stórmyndina Flags of our Fathers hefur verið gefin út. Á Suðurnesjum bíða menn spenntir eftir þessari mynd Clint Eastwood, enda setti kvikmyndagerðin mikinn svip á mannlífið á Suðurnesjum fyrir réttu ári síðan. Fyrstu sýnishorn úr myndinni verða sýnd þann áttunda september nk. í Bandaríkjunum en myndin sjálf verður frumsýnd ytra þann 20. október. Gert er ráð fyrir að sýnishorn úr myndinni verði aðgengileg á netinu sama dag og þau koma í bíó. Vefur myndarinnar er http://www.flagsofourfathers.com/

Hér heima verður myndin sýnd í Sambíóunum en ekki liggur fyrir hvenær myndin verður sýnd hér á landi. Leikstjóri myndarinnar, Clint Eastwood, hlaut sérstakt gestaspor á Ljósanótt í Reykjanesbæ í fyrrasumar og þá var rætt um að halda Íslandsforsýninguna í Sambíóinu í Keflavík.

Kvikmyndin var tekin upp að stórum hluta í Sandvík á Reykjanesi og í Arnarfelli í Krýsuvík.

Samkvæmt sunnudagsblaði Morgunblaðsins keyptu framleiðendur myndarinnar 10.800 gistinætur á Íslandi síðasta sumar og eyddu um 70 milljónum króna á veitingahúsum. Þá er ótalinn allur annar kostnaður við myndina, aðkeypt þjónusta og laun en fjöldi Íslendinga starfaði við gerð myndarinnar á einn eða annan hátt. Íslandshluti myndarinnar mun hafa kostað á annan milljarð króna, samkvæmt fréttum síðasta árs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024