Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörugur föstudagur í Grindavík
Föstudagur 2. desember 2022 kl. 13:48

Fjörugur föstudagur í Grindavík

Röðin náði nánast í næstu götu!

Eftir tveggja ára COVID-pásu gátu Grindvíkingar aftur haldið fjörugan föstudag en þá sameinast fyrirtækin sem eru á Hafnargötunni, og búa til flottan og skemmtilegan dag með tilboðum og lengri opnunartíma. Daginn ber oftast upp á síðasta föstudegi nóvembermánuðar og sú var raunin að þessu sinni.

Víkurfréttir kíktu í heimsókn í útgerðarfyrirtækið Þorbjörn en venju samkvæmt var boðið upp á þjóðarrétt Breta, fish & chips.  Allt frá því að þessi skemmtilegi siður var settur á fyrir u.þ.b. tíu árum, þá hefur Hugh Lipscombe sem rekur fjölda fish & chips veitingastaða í Bretlandi, komið með nokkra af starfsmönnum sínum sem steikja á fullu ofan í Grindvíkinga og gesti í þær fjórar klukkustundir sem herlegheitin fara fram. Það voru u.þ.b. 1400 skammtar eldaðir í þetta skiptið, aldrei hefur eins mikið verið eldað. Um tíma náði röðin nánast í næstu götu, slíkur var mannfjöldinn!

Þorbjörn býður sömuleiðis alltaf upp á tónlistaratriði, að þessu sinni var það sjálfur Helgi Björns sem tróð upp en svo var líka Bítlahljómsveitin The BackstaBBing Beatles með fyrrum sóttvarnarlækninn Þórólf Guðnason í broddi fylkingar. Í næsta þætti Suðurnesja magasíns verður partýinu gerð betri skil en talað var við fjölmarga gesti, m.a. þá Helga Björns og Þórólf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir segja meira en fleiri orð.