Fjörugur föstudagur í Grindavík
Það var heilmikið fjör á fjörugum föstudegi í Grindavík í upphafi aðventu og fjölmargir fóru á stjá til að gæða sér á fiski og frönskum, allt matreitt af sérfræðingum frá Englandi sems reka yfir fjörutíu veitingastaði sem bjóða fisk og franskar. Útgerðarfélagið Þorbjörn bauð í fiskiveisluna en þar lék hljómsveit hússins líka. Fleira var í boði á Hafnargötunni þennan föstudag. Krakkarnir fjölmenntu í trésmiðjuna Grindina þar sem þau fengu jólaskraut og fleira var í boði. Víkurfréttir kíktu og smelltu myndum en einnig er hægt að sjá myndskeið frá þessu fjöri á vef VF.