Fjörugur föstudagur á Hafnargötunni
- í Grindavík í fjórða sinn.
Hinn árlegi Fjörugi föstudagur á Hafnargötunni í Grindavík verður næstkomandi föstudag, 28. nóvember. Dagurinn er haldinn í fjórða sinn þetta árið og alltaf fjölgar þeim fyrirtækjum sem taka þátt og að sögn aðstandenda gerir það þennan dag bara enn skemmtilegri og fjölbreyttari.
Dagskráin í ár er fjölbreytt eins og sjá má í bæklingi sem dreift hefur verið í hús bæjarins. Jólasveinar verða á ferðinni á Hafnargötunni frá klukkan 17:00 og eiga kannski eitthvað gott í pokanum fyrir góðu börnin. Ýmsir þjónustu- og verslunaraðilar við Hafnargötuna bjóða upp á góð tilboð og bjóða einnig fólk velkomið að kíkja í heimsókn. Tónlist, kynningar, piparkökur, jólaglögg, konfekt, fish´n´chips og margt fleira í boði.
Á Hafnargötunni eru 29 fyrirtæki og mun gatan án vafa iða af mannlífi. Gestir eru beðnir um að sýna gangandi vegfarendum tillitssemi og leggja bílum t.d. fyrir aftan Slökkviliðsstöðina til að tryggja öryggi þeirra sem verða á gangi á milli fyrirtækja.
Nánari upplýsingar hér.