Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 15. nóvember 2001 kl. 09:44

Fjörug söngvakeppni grunnskólanna

Söngvakeppni Fjörheima fór fram þriðjudagskvöldið 6.nóv fyrir fullu húsi í Stapanum. Mjög góð þátttaka var í keppninni úr öllum grunnskólunum.
Miklar æfingar stóðu yfir í félagsmiðstöðinni Fjörheimum vikuna fyrir keppni þar sem hermt var eftir Britney Spears og Cristinu Aguilera! Sigurvegari í einstaklings var Guðmunda Áróra Pálsdóttir úr 8.bekk í Njarðvíkurskóla með lagið Genie in a bottle eftir Cristinu Aguilera en í hópakeppninni sigruðu þær stöllur Edda Rós Skúladóttir og Valgerður Pálsdóttir sem eru báðar úr
9.bekk Heiðarskóla með lagið How do i live eftir Leann Rimes.
Sigurvegarnir keppa svo í söngvakeppni SamSuð í janúar 2002. Sigurvegarnir fengu
geisladisk að eigin vali í verðlaun og allir keppendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Starfsfólk Fjörheima vill þakka dómnefnd fyrir góð störf en hana skipuðu Tone Solbakk kennari í
Njarðvíkurskóla, Díana Ívarsdóttir kennari í Myllubakkaskóla og Ragna Dögg Guðlaugsdóttir fyrrverandi nemandi í Myllubakkaskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024