Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörug börn í Boltaskólanum
Miðvikudagur 2. mars 2016 kl. 12:29

Fjörug börn í Boltaskólanum

Myndasafn frá Boltaskóla Njarðvíkur

Það er jafnan líf í tuskunum í Boltaskóla Njarðvíkur þar sem yngstu þjóðfélagsþegnarnir taka þátt í boltaleikjum og fjölbreyttri leikfimi. Foreldrar og ömmur og afar fylgja þessum litlu snillingum og taka virkar þátt í leikjunum með krökkunum. Víkurféttir kíktu í heimsókn í Boltaskólann hjá þeim Agnari og Svövu sem rekið hafa skólann síðustu fimm ár. Þau segja skólann njóta sífellt aukinna vinsælda og oft komist færri að en vilja. Nánar verður fjallað um Boltaskólann í næsta sjónvarpsþætti Víkurfrétta sem fer í loftið á morgun fimmtudag kl. 21:30. Hér að neðan má sjá svipmyndir frá fjörinu en fleiri myndir eru í myndasafni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024