Fjörug barnamessa
Það var mikil stemmning, söngur og klapp, í Keflavíkurkirkju í gærmorgun. Þá var barnastarf í kirkjunni og var yfirskriftin „Poppað í kirkjunni“.
Tónlistin var fjörug og meðal annars sungið lag eftir Pál Óskar með breyttum texta. Kirkjubekkrinir voru þéttskipaðir af foreldrum sem voru mættir með börnin sín í barnastarf Keflavíkurkirkju.
Meðfylgjandi ljósmynd tók Hilmar Bragi í barnastarfinu í gærmorgun.