Fjórtán tungumál töluð í jólakveðju Myllubakkaskóla

Nemendur Myllubakkaskóla sendu frá sér jólakveðju yfir hátíðirnar á Facebook-síðu skólans en í kveðjunni var fólki óskað gleðilegra jóla á fjórtán tungumálum, þar á meðal íslensku. Önnur tungumál voru meðal annars indverska, pólska, enska, spænska og persneska.

Bryndís Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla, segir í samtali við Víkurfréttir að nemendur skólans tali um tuttugu tungumál, en erlendir nemendur skólans séu í heildina um 120 í heildina.

Jólakveðjuna má sjá hér fyrir neðan.