Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjörstöðin í loftið í dag á Fm 97,2
Miðvikudagur 13. október 2004 kl. 15:30

Fjörstöðin í loftið í dag á Fm 97,2

Útvarp Fjörheima, Fjörstöð 97,2 hefur útsendingar í dag. Útvarpsstöðin er rekin af unglingum í félagsmiðstöðinni og mun hún starfa fram til 21. október frá kl. 16 - 22:00. Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönnum og unglingum og hafa unglingarnir m.a. sótt námskeið í þáttagerð og settu í framhaldi af því saman sína eigin útvarpsþætti.

Unglingarnir ætla að hljóðvarpa sínum eigin útvarpsþáttum daglega út tímabilið sem stöðin er starfrækt en tónlist af upptöku verður spiluð allan sólarhringinn. Hver veit nema að þarna leynist framtíðar Gestur Einar eða Freysi? 

Auglýsingar verða lesnar á milli þátta og þegar að færi gefst

Dagskrá í dag:

16:00 Yfir og út - Hinrik, Guðni og Oddur
16:45 Fjörkálfarnir - Snædís, Svala og Dagný
18:15 Copyright - Steindór, Kristjón og Sigurjón
19:00 Nawas altimyiat - Bjarni og félagar
19:45 Fjörheimaráð
20:30 Njarðlem - Bjarki, Trausti og Ísleifur
21:15 Eðalstöðin Rumble - Anton og Bjarni

VF-mynd/ Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024