Fjórir vindar í Garði
Listamaðurinn Helgi Valdimarsson færði sveitafélaginu Garði heldur veglega gjöf á dögunum. Hann færði bænum forláta listaverk sem stendur á horni Heiðarbrautar og Garðbrautar fyrir framan bæjarskrifstofur í Garði.
Listamaðurinn Helgi Valdimarsson færði sveitafélaginu Garði heldur veglega gjöf á dögunum. Hann færði bænum forláta listaverk sem stendur á horni Heiðarbrautar og Garðbrautar fyrir framan bæjarskrifstofur í Garði.
Nýr bæjarstjóri í Garði, Magnús Stefánsson veitti gjöfinni móttöku en listaverkið á að tákna höfuðáttirnar fjórar að sögn listamanns, Listamaðurinn hafði það á orði að hann teldi vanta slíkan áttavita í bæinn því sjálfur væri hann ekki alltaf með áttirnar á hreinu. Verkið kallar Helgi Fjóra vinda.
Helgi hjá verki sínu.