Fjörið hafið á Ránni
Menningardagskráin er hafin á Ránni en kl. 17 opnar ljóðasýning „Kálhausins“ eftir Sigurgeir Þorvaldsson.Í kvöld hefst svo hagyrðingakvöldið en það verður undir stjórn Ómars Ragnarssonar ásamt Kristjáni Hreinssyni, Ragnari Inga Aðalsteinssyni. Sérstakur gestur er Árni Johnsen.
Aðgangseyrir er kr. 1500,- á hagyrðingakvöldið og er von á mikilli skemmtun á Ránni í kvöld.






