Fjörheimar vígðir með risaballi
Nýja húsnæði Fjörheima á Vallarheiði verður vígt formlega með risaballi á morgun, föstudag. Húsið hefur verið í notkun síðustu vikur og reynst vel enda er öll aðstaða með glæsilegasta móti.
Ballið hefst kl. 20 og stendur til klukkan 23.00. Boðið verður upp á strætóferðir frá grunnskólunum sem auglýstar verða sérstaklega.
Atli skemmtanalögga og Erpur úr XXX Rottweiler munu sjá um fjörið. Grillaðar verða ókeypis pylsur og fjölmörg skemmtiatriði eru í boði.
Enginn aðgangseyrir verður inn á skemmtunina þar sem Íþrótta- og tómstundasjóður Reykjanesbæjar býður krökkum á ballið.
Margir góðir gestir munu líta við, m.a. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
VF-myndir/Þorgils - Frá nýrri og glæsilegri aðstöðu Fjörheima á Vallarheiði