Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörheimar vígðir með risaballi
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 11:04

Fjörheimar vígðir með risaballi


Nýja húsnæði Fjörheima á Vallarheiði verður vígt formlega með risaballi á morgun, föstudag. Húsið hefur verið í notkun síðustu vikur og reynst vel enda er öll aðstaða með glæsilegasta móti.

Ballið hefst kl. 20 og stendur til klukkan 23.00. Boðið verður upp á strætóferðir frá grunnskólunum sem auglýstar verða sérstaklega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Atli skemmtanalögga og Erpur úr XXX Rottweiler munu sjá um fjörið. Grillaðar verða ókeypis pylsur og fjölmörg skemmtiatriði eru í boði.


Enginn aðgangseyrir verður inn á skemmtunina þar sem Íþrótta- og tómstundasjóður Reykjanesbæjar býður krökkum á ballið.


Margir góðir gestir munu líta við, m.a. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

VF-myndir/Þorgils - Frá nýrri og glæsilegri aðstöðu Fjörheima á Vallarheiði