Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 19. maí 2002 kl. 17:30

Fjörheimar slepptu fordómum

Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ buðu upp á fjölskylduskemmtun í gærdag með yfirskriftinni ‚‚Sleppum fordómum‘‘ og var tileinkuð því að fjölskyldan gæti hisst og átt sér glaðan dag og um leið minnst þess að enn eru til fordómar á Íslandi sem ber að útrýma.Mjög góð mæting var í Fjörheima og voru bæði ungir sem aldnir á hátíðinni. Meðal þess sem í boði var voru billiardmót, spil, pílukast og margt fleira fyrir yngri kynslóðina og svo var 1000 blöðrum sleppt í loftið og þótti hátíðin takast vel til að sögn starfsmanna Fjörheima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024