Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörheimar opna eftir páskafrí
Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 10:34

Fjörheimar opna eftir páskafrí

Fjörheimar í Reykjanesbæ opna á ný í dag eftir páskafrí. Húsið opnar kl. 14. en á meðal annars er komin ný playstation 3 tölva í hús og hefur hún notið mikilla vinsælda eins og gefur að skilja.

Það er annars alltaf eitthvað að gerast í starfinu í Fjörheimum og fyrir páska var m.a. haldið í sameiginlegt sundlaugarpartý félagsmiðstöðvanna á Suðurnesjum. Einnig fóru fulltrúar frá Fjörheimum á Ungmennaþing Samfés sem haldið var á Selfossi.

Nánari upplýsingar um starfið og væntanlegar uppákomur má finna á heimasíðu Fjörheima: www.fjorheimar.is

 

Mynd úr sundlaugapartýinu. Fleiri myndir á heimasíðu Fjörheima

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024