Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 22. október 2002 kl. 09:28

Fjörheimar og Þruman sigurvegarar

Billiardmót Samsuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) 2002 var haldið í félagsmiðstöðinni Fjörheimum laugardaginn 19. október. Fimm félagsmiðstöðvar tóku þátt í drengjaflokki og þrjár í stúlknaflokki. Félagsmiðstöðin Fjörheimar sigraði hjá strákunum og félagsmiðstöðin Þruman hjá stelpunum. Þess má geta að strákalið Fjörheima hefur sigrað þrjú ár í röð í billiardmóti Samsuð og að auki eru þeir núverandi Íslandsmeistarar félagsmiðstöðva.En annars voru úrslitin þannig : Drengjaflokkur 1. sæti Fjörheimar Reykjanesbæ 2. sæti Skýjaborg Sandgerði 3. sæti Þruman Grindavík

Stúlknaflokkur: 1. sæti Þruman Grindavík 2. sæti Fjörheimar Reykjanesbæ 3. sæti Skýjaborg Sandgerði

Myndin er af sigursælu liði Fjörheima sem skipuðu: Kristinn Björnson, Ágúst Hrafn Ágústsson og Óskar Sigþórsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024