Fjörheimar komnir í þriðju umferð Viskunnar
Fjörheimar sigruðu lið félagsmiðstöðvarinnar Sigyn í Grafarvogi í annari umferð Viskunar sem fram fór á fimmtudag í Útvarpi Samfés á Rás 2.
Leikar fóru 13 - 7 fyrir Fjörheima og mun lið þeirra því keppa áfram í þriðju umferð.
Alls taka 26 félagsmiðstöðvar þátt í Viskunni en viðureignir eru teknar upp hjá svæðisútvarpi Rásar tvö um allt land..
Í spurningaliði Fjörheima eru Bjarni Freyr Rúnarsson 10. bekk, Jón Árni Rúnarsson 10. bekk og Pétur Elíasson 9. bekk en þeir eru allir úr Holtaskóla. Þeir lögðu áður að velli lið félagsmiðstöðvarinnar Nýung frá Egilsstöðum þann 28. október sl.
Texti og mynd: reykjanesbaer.is
Leikar fóru 13 - 7 fyrir Fjörheima og mun lið þeirra því keppa áfram í þriðju umferð.
Alls taka 26 félagsmiðstöðvar þátt í Viskunni en viðureignir eru teknar upp hjá svæðisútvarpi Rásar tvö um allt land..
Í spurningaliði Fjörheima eru Bjarni Freyr Rúnarsson 10. bekk, Jón Árni Rúnarsson 10. bekk og Pétur Elíasson 9. bekk en þeir eru allir úr Holtaskóla. Þeir lögðu áður að velli lið félagsmiðstöðvarinnar Nýung frá Egilsstöðum þann 28. október sl.
Texti og mynd: reykjanesbaer.is