Fjörheimar komnir á fullt
Starfsemi Fjörheima er komin á fullt eftir sumarfrí. Opnað var með stóru balli föstudaginn 11.september, um 250 krakkar mættu og skemmtu sér mjög vel.
Það sem helst ber að nefna í starfi Fjörheima þetta árið er að við munum vera með öfluga klúbbastarfsemi. Hljómsveitarval er samstarfsverkefni á milli Njaðrvíkur– Heiðar– og Akurskóla, þar er nemendum kennd undirstöðuatriði í hljómsveitarbransanum.
Hljómsveitarvalið er lokaður klúbbur en Ævintýraklúbbur er opinn klúbbur ætlaður nemendum í 8. - 10. bekk. Margt skemmtilegt verður í boði í þeim klúbbi, sambland af skemmtun og fræðslu, gistinætur, ferðalög og margt fleira. Klúbburinn er á miðvikudagskvöldum frá 19.30 - 21.30. Þá verður opið hús á mánudags– og miðvikudagskvöldum frá 19.30 - 21.30. Böll eru haldin annan hvern föstudag. öll böllin eru með þema og þar má nefna Armyball sem haldið verður föstudaginn 25. september, 80´s ball og Halloweenball. Alls kyns keppnir verða í gangi. Má þar nefna fótboltakeppni, danskeppni, fatahönnunarkeppni og söngvakeppni.
Hægt er að láta sækja sig með því að hringja í símanúmer sem birt er á forsíðu Fjörheima, fjorheimar.is. Að auki gengur strætó upp í Fjörheima samkvæmt áætlunarkerfi. Einnig eru leigðir strætóar á stærri böllin.