Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörheimar í úrslit söngkeppni Samfés
Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 12:10

Fjörheimar í úrslit söngkeppni Samfés

Mikið hefur verið um að vera hjá krökkunum í Fjörheimum að undanförnu og ber hæst að fulltrúi frá þeim, Elsa Dóra Hreinsdóttir, komst áfram í undankeppni söngkeppni Samfés. Hún mun því syngja lag sitt, Pabbi minn, í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði.


Keppnin fór fram í Vík í Mýrdal um síðustu helgi, en hópur krakka úr Fjörheimum kom þar saman með öðrum félagsmiðstöðvum af Suðurlandi og skemmtu sér hið besta. M.a. var keppt í „Kapphlaupinu mikla“ þar sem krakkarnir voru bundnir saman í 7 manna hópa og sigruðu Fjörheimakrakkar þar glæsilega.


Margt er á döfinni hjá þeim krökkum og má þar helst nefna að á föstudagskvöld verður „So you think you can dance“ keppni sem hefst kl. 20.

Mynd: Elsa Dóra í góðum félagsskap. Mynd af www.fjorheimar.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024