Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörheimar í 3.-4. sæti í Viskunni
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 16:18

Fjörheimar í 3.-4. sæti í Viskunni

Vitringarnir í spurningarliði Fjörheima gerðu sér lítið fyrir og lentu í 3.-4. sæti í Viskunni, spurningakeppni Samfés, sem fór fram á Rás 2.

Þeir lögðu félagsmiðstöðina Óðal að velli 18-11 í 8-liða úrslitum en máttu lúta í gras gegn Nagyn í undanúrslitum, en Nagyn varð á endanum sigurvegari í Viskunni.

Í spurningaliði Fjörheima eru Bjarni Freyr Rúnarsson 10. bekk, Jón Árni Rúnarsson 10. bekk og Pétur Elíasson 9. bekk en þeir eru allir úr Holtaskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024