Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjörheimar byrja vel í Viskunni
Mánudagur 1. nóvember 2004 kl. 11:07

Fjörheimar byrja vel í Viskunni

Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ hafði betur í sinni fyrstu viðureign í Viskunni, spurningakeppni Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva á landinu.

Andstæðingarnir voru frá félagsmiðstöðinni Nýung frá Egilsstöðum og hafði lið Fjörheima betur 13 - 8. Fjörheimar eru því komnir áfram í aðra umferð. Alls taka 26 félagsmiðstöðvar þátt í keppninni sem er útvarpað á Rás 2.

Í spurningaliði Fjörheima er Bjarni Freyr Rúnarsson 10. bekk, Jón Árni Rúnarsson 10. bekk og Pétur Elíasson 9.bekk, allir í Holtaskóla.

Af vef Reykjanesbæjar. Mynd/ruv.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024