Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjörheimar blómstra í verkfalli
Fimmtudagur 11. nóvember 2004 kl. 09:58

Fjörheimar blómstra í verkfalli

„Það hefur sjaldan verið eins góð aðsókn að Fjörheimum og akkúrat þessa dagana,“ segir Anna Albertsdóttir nýr starfsmaður Fjörheima þegar hún er spurð um aðsókn að félgasmiðstöðinni. Að sögn Önnu var aðsóknin farin að aukast áður en verkfall grunnskólakennara hófst.  Dagskrá Fjörheima er fjölbreytt og í hverjum mánuði er boðið upp á ýmsa viðburði fyrir unglinga. Nýlega var haldið Para- og vinaball í Stapanum og þar mættu um 300 unglingar. Anna segir að aðsóknin sé stöðug. „Á hverjum degi eru að koma um 50 til 60 unglingar og á kvöldskemmtanir er algengur fjöldi um 150 krakkar,“ segir Anna. Á daginn geta unglingar farið í billjarð, þythokkí, spilað á tölvur eða farið á netið. „Við erum líka með danssal hérna og það kemur fyrir að krakkarnir æfi sig í dansi í salnum. En annars er bara mikið um að krakkarnir komi hingað til að spjalla og hittast. Sjónvarpsherbergið er líka rosalega mikið notað þar sem við erum með Stöð 2, Sýn og fleiri stöðvar,“ segir Anna. Anna segir að hún hafi verið dálítið stressuð þegar hún tók við starfinu. „Ég vissi ekkert hvernig krakkarnir myndu taka mér en það kom fljótt í ljóst að mér var tekið mjög v el. Og þetta er ekkert smá skemmtilegt starf,“ segir Anna og bendir á heimasíðu Fjörheima þar sem fréttir og upplýsingar um starfið eru til staðar - www.fjorheimar.is. Skráning er hafin í söngvakeppni Fjörheima sem haldin verður 18. nóvember í Stapanum. Þeir sem vilja skrá sig til þátttöku hafi samband við Önnu hjá Fjörheimum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024