Fjörheimar á Þjóðvegi 2
Verkefni sem að kallast Þjóðvegur 2 hefst næstkomandi föstudag með því að hópur ungmenna hittist í Hinu Húsinu í Reykjavík. Reykjanesbær sendir fulltrúa á sínum vegum til þess að taka þátt í verkefninu og er það Hilmar Kristinsson starfsmaður Félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima.Þessi ungmenni mynda ferðahóp sem að mun heimsækja og kynna sér þau ungmennahús sem að eru starfandi á Íslandi í dag. Verkefnið miðar að því að fá fram sjónarmið ungs fólks um ungmennahúsin sem starfrækt eru á landinu og stofna samtök ungmenna á Íslandi.
Ferðahópinn skipa fulltrúar frá ungmennahúsum (16 - 25 ára) sem starfandi eru á Íslandi í dag auk fulltrúa þeirra svæða þar sem stefnt er að því að opna ungmennahús á næstunni.
Ferðahópinn skipa fulltrúar frá ungmennahúsum (16 - 25 ára) sem starfandi eru á Íslandi í dag auk fulltrúa þeirra svæða þar sem stefnt er að því að opna ungmennahús á næstunni.