Fjórfalt hjá Kaffitári
Kaffibarþjónar Kaffitárs enduðu í efstu þremur sætunum á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna sem lauk um síðustu helgi. Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2006 er Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir, sem vinnur í Kaffitári í Kringlunni Kristín Ingimarsdóttir önnur, og hún vinnur í Kaffitári í Bankastræti, Sveinbjörg Davis í þriðja sæti og hún vinnur á kaffihúsinu í kaffibrennslu Kaffitárs í Reykjanesbæ. Fanney Marin Magnúsdóttir, hún vinnur í Kaffitári í herstöðinni, fékk verðlaun fyrir besta frjálsa drykkinn 2006, og nefnist drykkurinn Hálfmáni. Hún mun taka þátt fyrir hönd Íslands í keppninni „Coffee in good spirits“ á heimsmeistaramótinu í Bern. Ingibjörg mun ásamt landsliðinu taka þátt í Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna fyrir hönd Íslands í Sviss í næsta mánuði. Landsliðið skipa auk Ingibjargar: Kristín Ingimarsdóttir, Sveinbjörg V. Davis allar frá Kaffitári, Marta Sif, Elfa og Unnsteinn frá Te og kaffi.
Kaffitár er afar stolt af árangri síns liðs og þakkar velgengnina miklum undirbúning.
Kaffitár er afar stolt af árangri síns liðs og þakkar velgengnina miklum undirbúning.