Fjórar áfram í Fegurðarsamkeppni Íslands
Fjórar stúlkur úr Fegurðarsamkeppni Suðurnesja munu fara áfram í Íslandskeppnina. Auk þriggja efstu sætanna mun Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja einnig fara áfram.Það var mat dómnefndar á keppninni í kvöld að mjög erfitt hafi verið að komast að niðurstöðu. Stúlkurnar fjórtán hafi allar staðið sig með prýði og fegurðin geislað af þeim.