Fjör og fróðleikur á Tjarnarseli
Það varð uppi fótur og fit á leikskólanum Tjarnarsel í morgun þegar Tómas Knútsson, kafari, kom í heimsókn. Meðferðis hafði hann lifandi sjávardýr af ýmsum toga sem hann hafði týnt af sjávarbotni fyrr í morgun. Þótti krökkunum þetta mikill fengur, enda mátti sjá spennu og gleði í hverju andliti. Fengu krakkarnir að sjá og skoða hin ýmsu kvikindi, s.s nokkrar krabbategundir, skelfisk, krossfiska og ígulker. Sérstaka athygli vakti krossfiskur sem var svo risastór að annað eins hefur vart sést.